Færsluflokkur: Menntun og skóli
6.3.2010 | 14:02
færsla tvö
Nú held ég áfram verkinu.
Í þetta sinnið setti ég inn forsíðumynd, fyrir valinu varð fjallabíllinn minn, ég er örlítil fjallageit í mér og finnst gaman að skondrast inn á fjöll í góðu snjófæri, fer árlega í ferð með "stelpum" á aldrinum 20 -55 ára og þá er nú verið að leika sér, við festum okkur í sköflum og mokum okkur upp, eða notum spottan og kippum bílnum upp úr festunni. Og svo er það nýja leikfangið okkar spilið sem heldur betur kom sér vel í síðustu ferð.
Ég breytti líka lýsingunni á höfundi, það er að segja ýtarlegu lýsingunni, setti inn örlítið um hvað ég starfa og hvað mér finnst gaman.
En afþví að þetta blogg er undirblogg frá því gamla, þá get ég ekki breytt netfangi eða nafni hér inni. Þá verð ég að skrá mig inn sem Heiða flotta.
Bið að heilsa ætla að skreppa að kjósa.
6.3.2010 | 13:49
fyrsta færsla
komið sæl
Þá er frúin komin með bloggsíðu í tengslum við áfangann UNT 102.
Fyrsta verk mitt var að skrá mig og það tók nú tímann sinn þar sem að ég hafði víst verið búin að stofna blogg hér endurfyrir löngu. Þeir vildu ekki að ég stofnaði aðra síðu á sömu kennitölu nema að vera með sama netfang, og það netfang var ég hætt að nota, þannig ég varð að skrá mig inn á gamla bloggið og breyta netfanginu í það nýja áður en að ég gat stofnað nýtt blogg.
En þetta tókst með þolinmæðinni.
Ég setti nei þar sem að að manni var boðið upp á að síðan birtist á listum mbl. Hef svo sem lítin áhuga á að auglýsa mig neitt
læt þetta duga að sinni kem inn með aðra færslu fljótlega