síðasta færslan

Sælt verið fólkið.

Mér gengur ekkert að afla mér bloggvina, þrátt fyrir að inn á síðuna hafa komið 16 gestir og flett 79 sinnum á síðunni. Þetta las ég útúr heimsóknartöflunni sem að birtist á stjórnaborðinu.

Flettingar79
Gestir16
Innlit18
IP-tölur16

Þarna er hægt að sjá að sumir hafa farið oftar en einu sinni því að það er tveimur fleirri innlit en gestir.  Að meðaltali hafa 4,3 síður verið skoðaðar í hverri heimsókn.  Tölfræðin getur verið skemmtilegt tól.

Mig langar að setja hér inn myndband af You tube, myndband sem sýnir hvernig hægt er að reikna á vasareiknis, eitthvað gengur þessu illa að koma inn en vonum það besta. og ef að það virkar ekki þá er um að gera að setja hér inn hlekkinn http://www.youtube.com/watch?v=kZKOPKIHsrc . Gaman að sjá nýjar aðferðir.

Læt þetta nægja héðan af Suðurlandinu

með bestu kveðju Aðalheiður.


skoðanakönnun

Sæl verið þið aftur, þið farið bráðum að fá leið á mérShocking

Ég setti inn skoðanakönnun, það er skemmtilegt tól. Það er hægt að hafa marga svarmöguleika ég setti bara 2, já og nei, svo er hægt setja tímaramma á hana.  Skora á ykkur að svara.

Núna bíð ég spennt eftir að eignast vini, er búin að biðja 4 um að vera bloggvinir mínir, vona að einhverjir játi svo ég geti raðað þeim upp og fylgst blogg færslum þeirra.

Ég reyndi að nota "innlestur" en þá les þessi síða inn færslur af öðrum bloggsíðum í minni eigu, en það gekk ekki því mér tókst ekki að skrá mig inn á gömlu bloggar.is síðuna mína.

Læt þetta nægja í bili ætla að læra aðeins í íslensku áföngunum mínum líka, ekki má gleyma þeim, þó svo að mér finnist UNT skemmtilegri en bókmenntasaga síðustu aldar.

Koss og kram

Aðalheiður


Myndir

Sæl og blessuð öll sömul

Ég gerði hér albúm sem heitir stelpuferð og setti inn í það tvær myndir.  Mér fannst þetta seinvirkt og lét því nægja að setja tvær, reyndi fyrst við 5 en það gekk ekki. Crying

Set eðalvagninnhér inn litla mynd af eðalvagninum!InLove Hann kemur mér flest það sem að ég vil fara og ef ekki .....þá förum við saman eitthvert annað LoL

Kveðja úr sveitinni

Aðalheiður

 


Allt er þegar þrennt er.

Hæ Hæ

Þá er ég búin að fara að kjósa, vonandi kaus ég rétt Woundering

Ég er búin að setja inn tengla, ég bjó til 3 undirflokka; tenglarnir mínir, börn og fréttir. Kíkið á það, margt spennandi þar á ferð, en nú ætla ég að prufa að setja inn myndir.

Segi eins og Rachel Ray "see when I see U"

 


færsla tvö

Nú held ég áfram verkinu.

Í þetta sinnið setti ég inn forsíðumynd, fyrir valinu varð fjallabíllinn minn, ég er örlítil fjallageit í mér og finnst gaman að skondrast inn á fjöll í góðu snjófæri, fer árlega í ferð með "stelpum" á aldrinum 20 -55 ára og þá er nú verið að leika sér, við festum okkur í sköflum og mokum okkur upp, eða notum spottan og kippum bílnum upp úr festunni.  Og svo er það nýja leikfangið okkar spilið sem heldur betur kom sér vel í síðustu ferð. Tounge

Ég breytti líka lýsingunni á höfundi, það er að segja ýtarlegu lýsingunni, setti inn örlítið um hvað ég starfa og hvað mér finnst gaman.

En afþví að þetta blogg er undirblogg frá því gamla, þá get ég ekki breytt netfangi eða nafni hér inni. Þá verð ég að skrá mig inn sem Heiða flotta.

Bið að heilsa ætla að skreppa að kjósa.


fyrsta færsla

komið sæl

Þá er frúin komin með bloggsíðu í tengslum við áfangann UNT 102.

Fyrsta verk mitt var að skrá mig og það tók nú tímann sinn þar sem að ég hafði víst verið búin að stofna blogg hér endurfyrir löngu.  Þeir vildu ekki að ég stofnaði aðra síðu á sömu kennitölu nema að vera með sama netfang, og það netfang var ég hætt að nota, þannig ég varð að skrá mig inn á gamla bloggið og breyta netfanginu í það nýja áður en að ég gat stofnað nýtt blogg.

En þetta tókst með þolinmæðinni.

Ég setti nei þar sem að að manni var boðið upp á að síðan birtist á listum mbl.  Hef svo sem lítin áhuga á að auglýsa mig neitt Wink

læt þetta duga að sinni kem inn með aðra færslu fljótlega


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband